Carbfix

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Orkuveita Reykjavíkur / Carbfix

Okkar hlutverk

Hönnun, forritun

Tæknistakkur

Figma, React, Gatsby, Prismic

Um verkefnið og markmið þess

Markmiðið með verkefninu var að stórauka kolefnisförgun hér á landi og erlendis sem og vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Verkefnið fékk mikla umfjöllun þegar vefurinn var í þróun sem olli því að þegar verið var að þróa nýja vefinn breyttust áherslurnar í miðju þróunarferli.

Upplýsinga- og söluvefur

Í fyrstu var stefnt á að hanna upplýsingavef en með breyttum áherslum og auknu fjármagni varð útkoman heilsteyptur söluvefur Carbfix. Þar var áhersla lögð á notendamiðaða hönnun, framendavirkni, hreyfimyndir og miðlun á Carbfix fyrir alþjóðlegt umhverfi.

Umferðin á vefinn hefur verið mikil eftir að fjölmiðlar líkt og BBC, NBC og National Geographic fjölluðu um verkefnið. Við erum mjög stolt af útkomunni og fögnum góðu samstarfi við OR og Carbfix teymið.