Vodafone á Íslandi nálgaðist okkur um mitt árið 2016 og óskuðu eftir nýrri útfærslu á forsíðu vodafone.is. Þrátt fyrir að hafa árið áður farið í loftið með nýjan vef var ýmislegt sem mátti og þurfti að bæta eftir að meiri reynsla var komin á nýja vefinn. Það sem var einna helst horft til var að bæta hönnun og notendaupplifun (UX) í símtækjum. Útkoman var sú að okkur tókst með nokkrum trixum að minnka skrun í símtækjum um ca. 66% en á sama tíma auka magn upplýsinga á forsíðu, ótrúlegt!
Eftir vel heppnaða endurhönnun á forsíðu vodafone.is og ánægju með samstarfið var farið í næsta verkefni að endurhanna vörusíður og almennar efnissíður, ásamt því að koma í loftið nýju og endurbættu kaupferli. Haustið 2017 var svo sett í loftið endurmörkun (rebranding) frá Vodafone Group. Nýtt útlit leggur meiri áherslu á talbólu Vodafone, en talbólan er alþjóðlegt tákn sem stendur fyrir samskipti og flestir tengja nú þegar við Vodafone.
Eftir að hönnun var að mestu lokið hófst vinna við að útfæra stafrænt stílasafn (styleguide eða pattern library) sem mun nýtast við öll framtíðarverkefni á vefnum.