Íslandsstofa.is

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Íslandsstofa

Okkar hlutverk

Bakendaforritun, framendaforritun, mörkun, ráðgjöf, hönnunarkerfi, Verkefnastjórnun, CMS uppsetning, hönnun

Tæknistakkur

Gatsby, Typescript, React, Tailwind, Prismic, Netlify, Figma.

Um verkefnið og markmið þess

Júní smíðaði nýjan vef fyrir stofnuna en í verkefninu kom Júní að endurnýjun á merki Íslandsstofu, með dyggum hæfileikum Oscars Bjarnasonar, uppfærslu á litapalletu, grafískum áherslum, týpógrafíu og hönnunarkerfi. Glæsilegar teikningar og hreyfimyndir voru í höndum Cirkus auglýsingastofu. Íslandsstofa er sjálfseignarstofnun sem sinnir meðal annars mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar og styður íslensk fyrirtæki í sókn á erlenda markaði. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu til þess að auka hraða á þróun nýrra lausna.

Eftirtektarverð hönnun

Íslandsstofa notar nýjar mörkunaráherslur Júní í öllu sínu markaðsefni. Gætt var vel að aðgengismálum á sama tíma og nýrstárlegar áherslur í hönnun fengu að njóta sín. Þar má nefna að vera með "darkmode" í bland við venjulegan ljósan vef.

Júní útfærði, þróaði og hannaði hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu með góðum árangri. Hönnunarkerfið var sett upp sérstaklega fyrir Íslandsstofu og allar undirsíður á þeirra vegum. Hönnunarkerfið heldur utan um og lýsir hönnun og helstu viðmótshlutum vefsins ásamt því að vera tól sem flýtir fyrir þróun og stuðlar að samræmi. Hönnunarkerfið hefur verið notað til þess að hanna og þróa fjöldann allan af síðum, undirsíðum og herferðum fyrir Íslandsstofu, en þar má meðal annars nefna Visit Iceland, Outhorse your email, Horses of Iceland og Meet in Reykjavik.

Undirsíður Íslandsstofu hafa vakið mikla athygli um heim allan og gegnir hönnunarkerfið stóru hlutverki í því hversu vel gengur að hanna og þróa þær.